Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasæti listans í kjördæminu í kosningunum í haust. RÚV greindi fyrst frá.
Í því sæti var Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir síðustu alþingiskosningar, en hann hyggst ekki leita endurkjörs.
Njáll Trausti var í 2. sæti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum og er 6. þingmaður kjördæmisins. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í morgun.