Það er vetrarfærð um norðanvert landið en að mestu greiðfært á sunnanverðu landinu. Vegna vélarbilunar í ferjunni Baldri eru engar ferðir fyrirhugaðar næstu daga.
Þæfingsfærð er á Þverárfjalli og þungfært á austasta hluta vegarins. Siglufjarðarvegur er ófær og óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Ólafsfjarðarmúla. Víkurskarð er lokað vegna snjóa.
Víða snjóþekja eða hálka á vegum á Norðausturlandi en þungfært á Fljótsheiði og Hófaskarði. Enn er ófært á Mývatnsheiði og þungfært á Möðrudalsöræfum. Einnig er ófært á Vopnafjarðarheiði. Vegurinn um Hólasand er ófær vegna snjóa. Vegurinn yfir Fjarðarheiði er lokaður. Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, við Djúpavog og í Lóni. Hreindýrahjörð hefur m.a. sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á þessum svæðum.