Rafmagn komst aftur á í hluta Hafnarfjarðar rétt eftir klukkan 10 í morgun en rafmagnslaust varð rétt fyrir klukkan átta. RÚV greinir frá þessu.
Bilun varð í tveimur dreifistöðvum, Arnarhrauni og Smyrlahrauni, en ekki lá fyrir hvar bilunin var í morgun. Einnig varð rafmagnslaust í gærkvöldi í rúma klukkustund en rafmagn náðist inn á ellefta tímanum í gærkvöldi.