Sápa um allan gang

Svona var umhorfs í Nettó eftir skjálftann í dag.
Svona var umhorfs í Nettó eftir skjálftann í dag. Ljósmynd/Aðsend

Jarðskjálftinn sem varð um klukkan 14:15 í dag fannst vel í verslun Nettó í Grindavík. Vörur hrundu úr hillum og á sápuganginum er allt útatað í sápu að sögn starfsmanns Nettó í Grindavík. Hann segir að starfsfólk verslunarinnar vinni nú að því að hreinsa ganginn.

Skjálftinn mældist 5,4 að stærð og fannst víða um landið en samkvæmt heimildum mbl.is fannst skjálftinn meðal annars á Sauðárkróki.

Í Borgarnesi fannst skjálftinn vel og hefur mbl.is einnig haft veður af því að vörur hafi hrunið úr hillum í verslun Nettó í Borgarnesi. Kristján Jóhann Pétursson, aðstoðarverslunarstjóri í Nettó í Borgarnesi, var heima þegar skjálftinn reið yfir og segir Kristján að skjálftinn hafi verið óvenju langur, en hann taldi um sjö sekúndur á meðan hann reið yfir. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert