Frá miðnætti hafa mælst tæplega 800 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð klukkan 04:40 í Fagradalsfjalli. Alls hafa mælst 6 skjálftar 3 og stærri frá miðnætti.
Í gær, laugardag, mældust um 2.600 jarðskjálftar, þar af mældust 20 skjálftar stærri en 3. Stærsti skjálftinn mældist 4,6 að stærð klukkan 01:34 við suðvesturenda Fagradalsfjalls og fannst hann víða, á Reykjanesskaga, í Borgarnesi og austur í Fljótshlíð.
Um kvöldið klukkan 22:06 mælist svo jarðskjálfti af stærð 4,1 einnig við Fagradalsfjall.