Benedikt Vilji Magnússon, nemandi á fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík, bar í dag sigur úr býtum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Hann fékk 52 stig af 60 mögulegum. Níu ár eru síðan fyrsta árs nemi vann keppnina.
Úrslitin voru kynnt á verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík í dag, 14. mars, sem er Pí-dagurinn, alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar.
Selma Rebekka Kattoll hafnaði í öðru sæti með 41 stig og Jón Valur Björnsson í þriðja sæti með 40 stig. Bæði eru þau nemendur við Menntaskólann í Reykjavík. Oliver Sanchez úr Menntaskólanum við Hamrahlíð var í fjórða sæti með 35 stig.
Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 16. apríl næstkomandi. Benedikt Vilji, Selma Rebekka og Jón Valur hafa fengið boð um að taka sæti í liði Íslands fyrir Ólympíukeppni í stærðfræði í júlí í sumar.
Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara. Forkeppnin í október var óvenjuleg þennan veturinn vegna Covid-19 því nemendur tóku þátt í keppni heiman frá sér á netinu í stað þess að mæta til leiks í sínum framhaldsskólum.
Alls tóku 108 nemendur þátt víðs vegar af landinu og komust rúmlega fjörutíu þeirra í úrslit.
1. Benedikt Vilji Magnússon, Menntaskólinn í Reykjavík.
2. Selma Rebekka Kattoll, Menntaskólinn í Reykjavík.
3. Jón Valur Björnsson, Menntaskólinn í Reykjavík.
4. Oliver Sanchez, Menntaskólinn við Hamrahlíð.
5. Arnar Ingason Menntaskólinn í Reykjavík
6.-7. Einar Andri Víðisson, Menntaskólinn í Reykjavík.
6.-7. Viktor Már Guðmundsson, Menntaskólinn í Reykjavík.
8. Flosi Thomas Lyons, Menntaskólinn við Hamrahlíð.
9.-10. Vigdís Selma Sverrisdóttir, Menntaskólinn í Reykjavík.
9.-10. Hilmir Vilberg Arnarsson, Menntaskólinn í Reykjavík.
11. Sigurður Patrik Fjalarsson Hagalín, Menntaskólinn í Reykjavík.
12. Óðinn Andrason, Menntaskólinn á Akureyri.
13. Bragi Þorvaldsson, Menntaskólinn við Hamrahlíð.
14.-15. Þórdís Elín Steinsdóttir, Menntaskólinn í Reykjavík.
14.-15. Jón Hákon Garðarsson, Menntaskólinn í Reykjavík.
16. Gústav Nilsson, Verzlunarskóli Íslands.
17. Brimar Ólafsson, Menntaskólinn í Reykjavík.