Íbúar á Norðurlandi mega búast við allt að 10 til 15 stiga hita á fimmtudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir í færslu á Facebook að búast megi við miklum hitabreytingum í vikunni þegar milt loft kemur úr suðri.
„Hlýjast verður á miðvikudag og einkum þó á fimmtudag þegar Norðlendingar mega reikna með 10-15 stiga hita í sunnanþey,“ skrifar Einar.
Hann segir að þessu valdi rísandi bylgja í vestanvindabeltinu en hún færir yfir landið loft af mjög suðlægum uppruna. Það er þó ekki alveg komið sumar, enda marsmánuður aðeins hálfnaður, skrifar Einar á Facebook.
„Mildasta loftið staldrar ekki lengi við og kólnar aftur undir helgi, en þó ekki tiltakanlega. En snjó leysir fyrir norðan og í einhverjum mæli einnig til fjalla eins og gefur að skilja,“ skrifar Einar.
SVIPTINGAR Í LOFTHITANUM Að koma út þennan sunudagsmorgunn minnir mann á fyrri og eðlilega vetrardaga sem algengir voru...
Posted by Einar Sveinbjörnsson on Sunday, 14 March 2021