Þórólfur ekki skilað inn tillögum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað inn minnisblaði um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Núgildandi sóttvarnareglur gilda til miðvikudagsins 17. mars svo von er á minnisblaði frá Þórólfi á allra næstu dögum. 

Ekki eru veitt­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda smita inn­an­lands og við landa­mær­in um helg­ar þannig að töl­ur á covid.is breyt­ast ekki fyrr en á mánu­dag þegar töl­ur helgar­inn­ar eru færðar inn klukk­an 11.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskipta­stjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, segir í samtali við mbl.is að staðan hafi lítið breyst um helgina og almenningi hefði verið gert viðvart ef alvarleg atvik hefðu komið upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert