Vélarvana bátur á Faxaflóa

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði var kallað út rétt fyrir klukkan 12 í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa.

Björgunarskipið lagði af stað úr höfn klukkan 12.07 og er nú hálfnað að bátnum sem er rúmlega 20 sjómílur frá Sandgerði. Fjórir skipverjar eru um borð en engin slys eru á fólki samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert