6.000 verði bólusettir í vikunni

Um 6.000 einstaklingar verða bólusettir í vikunni. Bólusett verður í aldurshópnum 70-79 ára, að því er segir á vef Landlæknis.

Þar segir, að af þeim fái 4.600 bóluefni frá Pfizer, annaðhvort fyrri eða seinni bólusetninguna. Um 1.300 fá seinni bólusetningu með Moderna-bóluefni.

Bólusetningum með AstraZeneca hefur verið frestað tímabundið, eins og fram hefur komið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert