77 ára og eldri bólusettir á morgun

Bólusetning í Laugardalshöll í byrjun mánaðarins.
Bólusetning í Laugardalshöll í byrjun mánaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun, þriðjudaginn 16. mars, verður íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem fæddir eru árið 1944 og fyrr boðið í bólusetningu við Covid-19 í Laugardalshöllinni.

Fram kemur í tilkynningu frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að boð um bólusetninguna hafi verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem það fær úthlutað. 

Þeir sem eru fæddir árið 1944 og fyrr en hafa ekki fengið skilaboð geta mætt í Laugardalshöllina á morgun, á milli klukkan 9 og 15, og fengið bólusetningu. 

Fólk er beðið um að mæta með skilríki og minnt er á að grímuskylda er á svæðinu. 

Astra Zeneca ekki notað á morgun 

Næsta bólusetning þar sem nota átti AstraZeneca-bóluefnið átti að fara fram miðvikudaginn 17. mars. Henni hefur verið frestað og ekki liggur fyrir hvenær efnið verður notað næst. Allir sem fengu boð í þá bólusetningu eru búnir að fá annað boð um að henni hafi verið frestað. Þeir munu svo fá eitt boðið til þegar línur skýrast, kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert