Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru þriðjudag 16. og miðvikudag 17. mars 2021 er frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður framhald þeirra.
Þetta kemur fram á vef Landspítala.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að staðið hefði til að bólusetja með 2.000 skömmtum frá AstraZeneca á miðvikudag.
Vegna tímabundinnar stöðvunar á notkun bóluefnis fyrirtækisins er ljóst að af því verður ekki.