Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann um helgina sem hafði ekið á 122 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klst.
Lögreglan stöðvaði einnig ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða hvors tveggja.
Einn þeirra viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna og var hann með fíkniefni á sér. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.