Hrinu lyki með gosi

Fagradalsfjall. Jarðvísindamenn segja kvikuinnskot mælast á fjórum stöðum á Reykjanesskaga.
Fagradalsfjall. Jarðvísindamenn segja kvikuinnskot mælast á fjórum stöðum á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær varð næst­stærsti jarðskjálfti sem mælst hef­ur á Reykja­nesskaga frá því að skjálfta­hrina hófst á svæðinu í lok fe­brú­ar. Hall­dór Geirs­son, dós­ent í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að til þess að skjálfta­virkni á Reykja­nesskaga haldi áfram eft­ir að eld­gos hefst á svæðinu þyrftu önn­ur kvikuinn­skot að láta á sér kræla.

Að öllu óbreyttu muni mögu­legt eld­gos þó binda enda á skjálfta­hrin­una, sem enn má segja að sé í full­um gangi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þrjú önn­ur kvikuinn­skot, til viðbót­ar við margum­rædd­an kviku­gang und­ir Fagra­dals­fjalli, hafa fund­ist á Reykja­nesskaga frá í fyrra. Þau eru þó langt­um minni en kviku­gang­ur­inn und­ir Fagra­dals­fjalli, sem valdið hef­ur yf­ir­stand­andi jarðskjálfta­hrinu.

Hall­dór og Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, eru sam­mála um að ef til goss kem­ur muni skjálfta­virkn­inni linna.

Í gær mæld­ust 2.600 skjálft­ar í sjálf­virku kerfi Veður­stofu Íslands. Stærsti skjálft­inn varð sem fyrr seg­ir upp úr klukk­an 14 í gær og var 5,4 að stærð en sá næst­stærsti varð í há­deg­inu, 4,6 að stærð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert