Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með æfingu innandyra í Rofabæ 7-9 í dag milli klukkan 10 og 15.
Um er að ræða tómt hús sem fyrirhugað er að verði rifið.
Mögulega gætu heyrst hvellir eða sprengingar og fólk beðið velvirðingar á slíku, að því er kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.