Langholtsskóli sigraði í Skrekk

Langholtsskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í kvöld. Keppnin var að venju haldin á stóra sviði Borgarleikhússins. Siguratriðið í ár, Boðorðin 10, fjallaði um unglinga og þær óskrifuðu samfélagsreglur sem þeir reyna að fylgja, með tilheyrandi áföllum og álagi. 

Keppninni var frestað í fyrra þar til í ár og er Langholtsskóli því sigurvegari Skrekks árið 2020 eins og segir á facebook-síðu Reykjavíkurborgar.

Í öðru sæti varð Ingunnarskóli og Hagaskóli varð þriðji.

Langholtsskóli sigraði í Skrekk 2020 með atriðinu Boðorðin 10. Mikil gleði ríkti á úrslitakvöldinu þar sem átta grunnskólar kepptu til úrslita. Til hamingju öll! @skrekkur

Posted by Reykjavíkurborg on Mánudagur, 15. mars 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert