Sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi hafa ákveðið að halda prófkjör í lok maí um fimm efstu sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar, sem fram fara 25. september í haust.
Mikil spenna er um hver verði fenginn til þess að leiða listann. Það hefur Kristján Þór Júlíusson gert síðan árið 2007, en hann tilkynnti á laugardag að hann myndi ekki leita endurkjörs.
Enn hefur aðeins einn tilkynnt framboð í efsta sæti listans, en talið er að fleiri gefi sig fram á næstu dögum og hafa ýmis nöfn verið nefnd, líkt og fjallað er um í fréttaskýringu í blaðinu í dag.