Prestar sem koma nýir til starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar verða héðan í frá ráðnir með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti, samkvæmt nýjum reglum sem kirkjuþing samþykkti í síðustu viku.
Starfsumhverfið nú er orðið líkt því sem gerist á almennum vinnumarkaði og er mótað út frá samningum við ríkið frá 2019, sem fólu í sér aukið sjálfstæði kirkjunnar.
Fyrir nokkrum dögum lagði dómsmálaráðherra fram á Alþingi fumvarp til nýrra laga um þjóðkirkjuna. Með því verður regluverkið fært til nútímans og annað aftengt, svo sem tilskipun um húsvitjanir frá árinu 1746, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.