Tilkynnt var um bílveltu í Jónsgeisla í Grafarholti skömmu eftir hádegi í dag. Kona var í bílnum. Tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll fóru á vettvang ásamt lögreglu. Krókur var settur á bílinn til að fjarlægja hann.
Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um líðan konunnar sem var í bílnum.