Sá grái einn af hópnum

Fékk frið er hann gekk til liðs við þá svörtu.
Fékk frið er hann gekk til liðs við þá svörtu. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Frá því að starinn sást fyrst í Borgarnesi upp úr 1960 hefur honum fjölgað mikið. Hann er nokkuð frekur til fjörsins og fer um í hópum. Trúlega á kostnað skógarþrasta sem hafa ekki roð við honum með sinn langa og oddhvassa gogg.

Starinn er fallegur fugl, dökkur og doppóttur og jafnvel svarblágrænn í sólskini. Nýverið sást til stara í Borgarnesi sem er alls ekki eins og hinir. Hann er frekar grábrúnn og líkari gráþresti.

Varð hann í fyrstu út undan og fyrir nokkru einelti, kannski vegna litarins en eftir að hann tók saman við einn úr hinu liðinu hefur verið litið á hann sem einn af hópnum. Þeir tveir halda sig þó oftast nokkuð til hlés og eru trúlega par, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert