Þingframbjóðendur Pírata kynntir

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust lauk um helgina og lágu niðurstöður fyrir á laugardag. Í Reykjavíkurkjördæmi norður leiðir Björn Leví Gunnarsson listann, en á eftir honum koma Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Sara Oskarsson.

Halldóra Mogensen leiðir Reykjavík suður, og á eftir henni koma Andrés Ingi Jónsson, Lenya Rún Taha Karim, Valgerður Árnadóttir og Oktavía Hrund Jónsdóttir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í fyrsta sæti listans í Suðvesturkjördæmi, og undir henni sitja Gísli Rafn Ólafsson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Indriði Ingi Stefánsson og Gréta Ósk Óskarsdóttir.

Þá leiðir Álfheiður Eymarsdóttir Pírata í Suðurkjördæmi, og á eftir henni koma Lind Völundardóttir, Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Eyþór Máni og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

708 félagsmenn greiddu atkvæði fyrir framangreind kjördæmi, en prófkjör Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi var framlengt og er því enn í fullum gangi. Ástæða framlengingarinnar er sú að ekki náðist tilskilinn fjöldi atkvæða, 100, fyrir lokun kosninga á laugardag. Niðurstöður þeirra kjördæma munu liggja fyrir laugardaginn 20. mars. jonn@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert