Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað tillögum að nýjum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra.
Hann greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Núverandi reglugerð gildir til 17. mars og eiga nýjar reglur því að taka gildi á fimmtudag.