Vilja vatn aftur í Árbæjarlón fyrir vor

Árbæjarstífla. Lónið var tæmt í október í trássi við lög …
Árbæjarstífla. Lónið var tæmt í október í trássi við lög og stjórnsýslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Gíslason borgarfulltrúi lagði í liðinni viku fram, fyrir hönd sjálfstæðismanna í stýrihópi um Elliðaárdal, tillögu þess efnis að Orkuveitan (OR) fyllti Árbæjarlón í sumarstöðu sem fyrst, þar sem senn voraði og farfugla von til landsins, þar á meðal í Elliðaárdal, eina helstu náttúruperlu Reykjavíkur.

„Það er raunveruleg hætta á því að fuglalífið þar deyi út ef ekkert verður að gert,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið. Ætlunin er að tillagan verði tekin fyrir á næsta fundi hópsins og vonast Björn til þess að hún verði samþykkt, svo lónið verði fyllt í tæka tíð.

Lónið var tæmt í október, en við eftirgrennslan kom í ljós að það hafði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, látið gera án samráðs við stjórn OR, borgaryfirvöld, Náttúrufræðistofnun eða skipulagsyfirvöld.

Björn segir ákvörðunina um tæmingu lónsins með ólíkindum, ýmis lög hafi verið brotin, en lónið og allt þetta svæði er á náttúruminjaskrá. Ekki hafi bætt úr skák að forstjóri OR hafi í framhaldinu farið með ósannindi um framgang málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert