Vísindaráð fundar á morgun

Fagradalsfjall rís fyrir miðju handan Sandfells í forgrunni.
Fagradalsfjall rís fyrir miðju handan Sandfells í forgrunni. mbl.is/Skúli Halldórsson

Næsti fundur vísindaráðs almannavarna verður klukkan 13 á morgun og í kvöld er von á nýrri gervihnattarmynd sem sýnir stöðuna á Reykjanesskaga. Óvíst er hvort niðurstaða vegna hennar verður tilbúin í kvöld.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Það sem af er degi hafa þrír skjálftar af stærðinni 3 eða meira mælst á Reykjanesskaga. Sá síðasti, 3 að stærð, varð klukkan 11.52 einn kílómetra suðaustur af Fagradagsfjalli.

Hinir tveir skjálftarnir mældust 3,2 að stærð. Sá fyrri varð upp úr klukkan 1 í nótt og sá síðari upp úr klukkan hálfátta í morgun.

Að sögn Bjarka hafa rúmlega 1.100 jarðskjálftar orðið frá miðnætti, sem er svipaður fjöldi og síðustu daga. Virknin er áfram mest suður af Fagradagsfjalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert