Fremur kalt en sólríkt var víða um land um helgina. Útlit er fyrir nokkur umskipti í veðráttu í vikunni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Um norðanvert landið má raunar búast við fínu veðri og að hitastig fari í tveggja stafa tölu, sem ekki er beinlínis algengt í marsmánuði.
Í dag, mánudag, segir Einar í Morgunblaðinu að muni hlána á láglendi sunnan- og vestantil en snjóa á hærri fjallvegum.