Dulbjó sig sem björgunarsveitarmann

Tilkynnt var um aðila sem dulbjó sig sem björgunarsveitarmann og …
Tilkynnt var um aðila sem dulbjó sig sem björgunarsveitarmann og gekk í hús í Vesturbænum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni var í dag gert viðvart um aðila sem hafði dulbúið sig sem björgunarsveitarmann og gekk í hús í Vesturbænum í þeim tilgangi að hafa fé af fólki. Var hann í fullum skrúða frá Landsbjörg, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang. 

Kemur þetta fram í dagbók lögreglu.

Þá barst lögreglu tilkynning um barn sem lék sér í vinnulyftu í hverfi 104 auk þess sem umferðaróhapp varð í miðbæ Reykjavíkur og einn fluttur á slysadeild.

Lögreglu barst þá tilkynning um þjófnað í hverfi 200 og var einnig tilkynnt um ungmenni sem hlupu fyrir bifreiðar í hverfi 201 en athæfin voru samtímis tekin upp á myndband.

Þá stöðvaði lögregla ökumann í akstri sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og án réttinda.

Uppfært 17. mars

Búið er að leysa ráðgátuna. Nánar um það hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert