Flestir bólusettir og grímuskylda afnumin

Heimilisfólk Grundar fær nú að sjá oftar framan í starfsmenn, …
Heimilisfólk Grundar fær nú að sjá oftar framan í starfsmenn, þar sem grímuskyldan hefur verið afnumin. Eggert Jóhannesson

Grímuskylda starfsfólks á Grund og Mörk hefur verið felld úr gildi þar sem flestir starfsmenn og heimilismenn eru nú bólusettir, að því er fram kemur í tilkynningu til aðstandenda á vef Grundarheimilanna

Starfsemi dvalar- og hjúkrunarheimilianna er þá að nokkru leyti að snúast aftur í eðlilegt horf, þar sem heimilt er að fara á milli sóttvarnahólfa og félagslíf fær að taka við sér, en aðstandendum er þó gert að halda sig inni á herbergjum heimilismanna og fara ekki á milli sóttvarnahólfa, samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis til hjúkrunarheimila.

Síðustu starfsmenn Grundar fengu sína fyrri bólusetningu á föstudag og búið er að fullbólusetja flesta heimilismenn en seinni bólusetningu með Astra Zeneca, sem stærsti hluti starfsmanna fékk, er að vænta í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert