Íbúakosning á Akureyri

Oft er líflegt í miðbæ Akureyrar á sólardögum.
Oft er líflegt í miðbæ Akureyrar á sólardögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar á Akureyri munu kjósa um breytingu á aðalskipulagi bæjarins vegna bygginga syðst á Oddeyri. Íbúakosning fer fram í íbúagátt Akureyrarbæjar á netinu fyrir lok maímánaðar. Það er vefmiðillinn Akureyri.net sem greinir frá þessu. 

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti tillögu skipulagsráðs að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið eftir að gerðar höfðu verið breytingar á tillögunni til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna sem bárust. Hámarkshæð húsa á umræddum byggingarreit hefur til að mynda verið lækkuð úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra. Hæstu hús geta þar með verið 5-6 hæðir að hámarki. 

Ekki hefur verið ákveðið hvort þátttaka í íbúakosningunni skipti máli eða hvort niðurstaðan verði bindandi eða ráðgefandi, að því er fram kemur í frétt Akureyri.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert