Lögreglan á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga og við strendur skagans.
Vart hefur orðið við mikið grjóthrun af völdum jarðskjálfta úr sjávarhömrum vestan við Festarfjall. Skammt þar frá átti stóri skjálftinn á sunnudag upptök sín.
Gera má ráð fyrir slíku hruni víðar, segir í tilkynningu frá lögreglu, svo sem við Krýsuvíkurbjarg og Valahnjúk við Reykjanesvita.