Önnur ferðagjöf kemur til greina

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til greina kemur að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. Þetta verður rætt á ríkisstjórnarfundi í dag.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í Fréttablaðinu í morgun að engin ákvörðun hafi verið tekin um ferðagjöfina.

Ferðagjöf ríkisstjórnarinnar í fyrra hafi virkað vel og haft jákvæð áhrif á hagkerfið.

Búið er að nýta um helming síðustu ferðagjafar og ráðstafa rúmum 700 milljónum króna. Enn er því um 700 milljónum óráðstafað, að sögn Kolbrúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert