Sýna einkenni þunglyndis og streitu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem urðu verulega veikir af Covid-19 og voru rúmliggjandi í viku eða lengur, að ekki sé talað um dvöl á sjúkrahúsi, virðast vera í aukinni hættu á að fá einkenni þunglyndis og áfallastreitu í bataferlinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19, að þekkt sé að fólk sem hefur fengið illvíga veirusjúkdóma fái oft sálræn einkenni í kjölfarið.

Þessi andlegu einkenni séu því ekki bundin við Covid-19. Ungt fólk sem smitast en sé nánast einkennalaust eða með takmörkuð einkenni sé ólíklegt til að fá viðvarandi einkenni kvíða og þunglyndis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert