Tökulið BBC í háska á Hornströndum (myndskeið)

Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði farþegana upp eftir að bátur þeirra varð …
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði farþegana upp eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Farþegar báts sem lak og varð vél­ar­vana reynd­ust til­heyra tök­uliði bresku frétta­stof­unn­ar BBC að því er Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is. 

Farþega­bát­ur­inn varð vél­ar­vana um fjög­ur­leytið í dag norður af Horn­strönd­um í ná­grenni við Ísa­fjarðar­djúp en um leið voru tvö björg­un­ar­skip Lands­bjarg­ar og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð til auk skipa í ná­grenn­inu.

Áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-EIR, hífði farþeg­ana fimm upp úr bátn­um eft­ir að bát­ur­inn Otur ÍS tók hann í tog og var sjó­dæl­um einnig komið fyr­ir í bátn­um til þess að gæta fyllsta ör­ygg­is. Um borð var einnig tveggja manna áhöfn.

Þyrl­an lenti með farþeg­ana um hálf­átta í kvöld og varð eng­um meint af en eft­ir að Otur dró bát­inn tók Gísli Jóns, björg­un­ar­skip Lands­bjarg­ar, við og kem­ur farþega­bátn­um til hafn­ar.

Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert