Tveir með berkla á Nesvöllum

Nesvellir í Reykjanesbæ.
Nesvellir í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Hrafnista

Berklapróf var lagt fyrir alla starfsmenn Nesvalla, hjúkr­un­ar­heim­il­is Hrafn­istu í Reykja­nes­bæ, í dag í kjölfar jákvæðrar svörunar meðal tveggja starfsmanna í berklaprófi í hefðbundinni heilbrigðisskoðun. Hvorugur þeirra er smitandi.

Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram, að því er fram kemur í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistu.

Þar segir að niðurstöður rannsókna sýni að enginn sem hefur verið rannsakaður er smitandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert