Ferjan Baldur mun sigla samkvæmt áætlun á morgun, fimmtudaginn 18. mars. Verður það í fyrsta sinn frá því ferjan varð vélarvana á Breiðafirði á fimmtudag fyrir viku.
Orsök bilunarinnar hefur verið fundin og verið brugðist við með viðeigandi hætti. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum, rekstraraðila skipsins, munu allir sérfræðingar sammála um að orsök bilunarinnar sé að finna í gölluðum túrbínuöxli sem varð þess valdandi að lega í túrbínunni gaf sig, en henni hefur nú verið skipt út.
Allar mælingar sem framkvæmdar voru í dag komu vel út og því ekkert því til fyrirstöðu að sigla á morgun. Því verður lagt úr höfn í Stykkishólmi klukkan 15 á morgun, komið til Flateyjar klukkan 16:30 og Bránslækjar 18:00.