Breytir gangi leiksins

Í biðröð eftir bólusetningu í Laugardalshöll.
Í biðröð eftir bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði Bret­um og Banda­ríkja­mönn­um, helstu ferðaþjóðum til Íslands, og öðrum þjóðum utan Schengen-sam­starfs­ins verður kleift að koma til lands­ins á ný hafi þeir gild bólu­efna­vott­orð. Birta á reglu­gerð þessa efn­is í dag, sem taki þegar gildi, að sögn Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra.

„Ég taldi ekki mál­efna­leg­ar ástæður fyr­ir því að mis­muna þjóðum inn­an og utan Schengen, en ekki held­ur að hafa tak­mark­an­ir á komu fólks utan Schengen með bólu­setn­ingu hingað, tak­mark­an­ir sem miðuðust við að hefta út­breiðslu veirunn­ar.“

Áslaug Arna á ekki von á nei­kvæðum viðbrögðum annarra Schengen-ríkja. „Kýp­ur hef­ur þegar gert slík­an samn­ing við Ísra­el án at­huga­semda. Breyt­ing okk­ar styður áfram við mark­mið tak­mark­an­anna.“

„Þetta breyt­ir gangi leiks­ins al­ger­lega fyr­ir mögu­leika ferðaþjón­ust­unn­ar til þess að afla tekna í sum­ar,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í sam­tali við blaðið. „Þetta er mjög skyn­sam­leg og raun­ar huguð ákvörðun hjá rík­is­stjórn­inni og ég verð að hrósa henni fyr­ir það.“ Jó­hann­es seg­ir að þetta hafi þegar haft áhrif á þess­um tveim­ur lyk­il­mörkuðum og að fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu hafi þegar í gær tekið að haga segl­um eft­ir þess­um nýju vind­um. „Fyrstu viðbrögð eru mjög já­kvæð og auka okk­ur bjart­sýni.“

Ut­an­rík­isþjón­ust­an hóf að kynna breyt­ing­una fyr­ir sam­starfs­ríkj­un­um í Schengen í gær, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert