Foreldrar krefjast aðgerða þegar í stað

Hópur foreldra stóð fyrir þöglum mótmælum fyrir utan Fossvogsskóla fyrir …
Hópur foreldra stóð fyrir þöglum mótmælum fyrir utan Fossvogsskóla fyrir foreldrafund vegna myglu í skólanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 250 foreldrar barna í Fossvogsskóla skrifuðu undir áskorun til þess að þrýsta á aðgerðir varðandi skól­ann. Heilsu­spill­andi mygla hef­ur greinst í skól­an­um nú í nokk­ur ár. 

Áskoruninni er beint til skóla- og frístundasviðs, borgarstjóra, borgarfulltrúa og skólastjórnenda Fossvogsskóla og var hún afhent Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frí­stunda­sviðs, og Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frí­stundaráðs, á fundi sem haldinn var í skólanum síðdegis vegna myglumála.

Foreldrar lýstu þar yfir óánægju með aðgerðaleysi borgarinnar en börn við skólann hafa veikst vegna myglunnar.

Fyrir fundinn stóð hópur foreldra fyrir þöglum mótmælum fyrir utan skólann þar sem þess var krafist að börnum sem stunda nám við skólann og starfsfólki sé ekki boðið upp á dvöl í heilsuspillandi húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert