Guðjón Brjánsson hættir á þingi

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Brjánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í kjördæminu sem fram fer síðar í mánuðinum.

Í yfirlýsingu frá Guðjóni segir að stjórnmál hafi átt hug hans seinustu ár eða frá því hann settist á þing fyrir flokkinn árið 2016. Hann hafi stefnt á að bjóða sig aftur fram en síðar fundið að hugur fylgdi ekki hjarta. „Mig langar að eyða meiri tíma með minni fjölskyldu og fylgjast með barnabörnunum dafna og þroskast sem ég hef ekki haft nægilegan tíma til að gera,“ segir Guðjón.

Á kjörtímabilinu hefur Guðjón verið fyrsti varaforseti Alþingis, en einnig setið í umhverfis- og samgöngunefnd og gegnt formennsku í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert