Heppnir Norðmenn fá 35 milljónir

Dregið var í Víkingalottóinu í dag.
Dregið var í Víkingalottóinu í dag.

Tveir heppnir Norðmenn skipta með sér öðrum vinningi í Víkingalottó þessa vikuna en hvor þeirra fær rúmar 35 milljónir króna í sinn hlut. Fyrsti vinningur í kvöld gekk ekki út.

Þriðji vinningur var hins vegar íslenskur, en hann var keyptur á N1 í Ártúnshöfða. Fær miðahafinn rúmar 3,5 milljónir króna.

Fjórir Íslendingar voru með fjórar tölur réttar í jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Ísafirði, Krambúðinni á Flúðum, N1 Borgarnesi og N1 Vestmannaeyjum.

Tölur kvöldsins í Víkingalottóinu eru: 2 9 10 20 24 28
Víkingatala kvöldsins: 5
Jókertölur kvöldsins:  7 1 5 9 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert