Ósakhæfur að mati geðlækna

Maðurinn sem ákærður er fyrir íkveikju á Bræðraborgarstíg í fyrra …
Maðurinn sem ákærður er fyrir íkveikju á Bræðraborgarstíg í fyrra er ósakhæfur að mati geðlækna. Aðalmeðferð í málinu hefst 26. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem ákærður er fyr­ir að hafa kveikt í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg síðasta sum­ar með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust, er met­inn ósakhæf­ur í yf­ir­mati þriggja geðlækna, sem staðfestu með því fyrra mat geðlækna. Rík­is­út­varpið grein­ir frá þessu.

Fyr­ir­taka var í mál­inu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag en dóm­ari hafnaði kröfu verj­anda manns­ins um að dóms­hald færi fram fyr­ir lukt­um dyr­um.

Ákæru­valdið hyggst kalla 35 vitni fyr­ir dóm­inn, en verj­and­inn fór fram á að lagðar yrðu fram lög­reglu­skýrsl­ur tveggja ein­stak­linga sem hand­tekn­ir voru á vett­vangi fyr­ir að tor­velda störf, að því er seg­ir í frétt RÚV.

Aðalmeðferð í mál­inu hefst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 26. apríl og verður dóm­ur­inn fjöl­skipaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert