Tímabundið hlé á endurhæfingunni

Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjalundur hefur stöðvað tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu vegna eftirkasta Covid-19, að sögn Stefáns Yngvasonar, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi.

Viðræður standa yfir við Sjúkratryggingar Íslands um framhald endurhæfingarinnar. Stefán gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist á næstu dögum og vonar að hægt verði hægt að taka inn nýja sjúklinga fljótlega eftir páska.

„Svigrúmið sem við höfðum í haust er ekki lengur fyrir hendi því við erum aftur komin með fulla starfsemi á Reykjalundi,“ segir Stefán í umfjöllun um mál þetta í Morguinmblaðin í dag. Flestir sem hófu endurhæfingu vegna Covid-19 hafa lokið henni en um 50 manns eru á biðlista. Þær beiðnir hafa borist á undanförnum vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert