Tímabundið hlé á endurhæfingunni

Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjalund­ur hef­ur stöðvað tíma­bundið inn­lagn­ir nýrra sjúk­linga í end­ur­hæf­ingu vegna eftir­kasta Covid-19, að sögn Stef­áns Yngva­son­ar, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga á Reykjalundi.

Viðræður standa yfir við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands um fram­hald end­ur­hæf­ing­ar­inn­ar. Stefán ger­ir ráð fyr­ir að niðurstaða fá­ist á næstu dög­um og von­ar að hægt verði hægt að taka inn nýja sjúk­linga fljót­lega eft­ir páska.

„Svig­rúmið sem við höfðum í haust er ekki leng­ur fyr­ir hendi því við erum aft­ur kom­in með fulla starf­semi á Reykjalundi,“ seg­ir Stefán í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­inmblaðin í dag. Flest­ir sem hófu end­ur­hæf­ingu vegna Covid-19 hafa lokið henni en um 50 manns eru á biðlista. Þær beiðnir hafa borist á und­an­förn­um vik­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert