Baldur hefur áætlunarsiglingar í dag

Baldur kominn til hafnar eftir volk eftir bilun á Breiðafirði.
Baldur kominn til hafnar eftir volk eftir bilun á Breiðafirði.

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur áætlunarsiglingar á ný í dag eftir stöðvun í viku vegna vélarbilunar. Viðgerðin gekk vel.

Vél ferjunnar bilaði síðastliðinn fimmtudag þegar hún var á siglingu yfir Breiðafjörð. Tókst að koma skipinu til hafnar í Stykkishólmi eftir langa bið á sjó. Strax varð ljóst að bilun var í túrbínu sem keypt hafði verið á síðasta ári og sett upp vegna bilunar í þeirri eldri.

Því var strax gengið í það að fá nýja túrbínu og tókst að kaupa hana úti í Evrópu á föstudag og koma henni til landsins með flugi á sunnudag. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, sótti hana á Keflavíkurflugvöll og ók með hana í Stykkishólm aðfaranótt mánudags.

Túrbínan sem bilaði var aðeins keyrð í 2.000 klukkustundir. Öxull túrbínunnar var ekki í lagi og segir Gunnlaugur viðurkennt að galli hafi verið í honum sem valdið hafi vélarbiluninni.

Viðgerð lauk í gær ásamt því sem farið var yfir tengd atriði í vélinni. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis í gær og gekk allt vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert