Bluetooth-smitrakning verður loks að veruleika

Alma D. Möller landlæknir.
Alma D. Möller landlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alma D. Möller landlæknir segir að nú sé verið að ljúka við útfærsu og þróun á smitrakningarappinu sem leyfir bluetooth-tengingar á milli síma. Alma segir að þetta muni vera sérstaklega mikilvægur þáttur í smitrakningu þegar slakað verði á aðgerðum innanlands og á landamærum, þegar fleira fólk safnast saman og flækir þannig smitrakningu. 

Á upplýsingafundi almannavarna í dag benti Alma á að Íslendingar væru í góðri stöðu hvað faraldurinn varðar, sérstaklega þegar litið er til annarra landa. Ekki þyrfti að leita lengra en til Svíþjóðar eða Noregs til þess að sjá mun verri stöðu. Hún sagði mikilvægt að fólk gleymdi sér ekki í velgengninni og héldi áfram að gæta að sóttvörnum. 

Öryggisúttekt óháðs aðila á útfærslu smitrakningarappsins er lokið en Alma sagði að öryggi og persónuvernd væru í forgrunni hvað forritið varðaði. Nú er ákvörðunar persónuverndar um forritið beðið. 

Upp­færsl­an virk­ar þannig að sím­ar skipt­ast á svo­kölluðum lykl­um með blu­et­ooth-tækn­inni ef þeir eru nægi­lega ná­lægt hvor öðrum. Ef upp kem­ur smit er þá hægt að sækja lykl­ana í síma hins smitaða og senda skila­boð til þeirra sem hafa kom­ist í ná­vígi við hann um að þeir eigi að fara í sótt­kví. 

„Smitrakning verður áfram hornsteinn í okkar vörnum,“ sagði Alma á fundinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert