Eitt smit greindist innanlands í gær og nú eru 32 í einangrun. Viðkomandi var ekki í sóttkví. Alls eru 22 í sóttkví og 983 í skimunarsóttkví. Fjölgað hefur um tvo í sóttkví milli daga og einn í einangrun frá því í gær.
Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum en daginn áður reyndist annar þeirra sem biðu eftir mótefnamælingu vera með mótefni en hinn var með virkt Covid-19-smit.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 2,5 síðustu tvær vikur og 6,5 á landamærunum.
Alls voru 495 einstaklingar skimaðir innanlands í gær og 346 á landamærunum.
Alls eru 30 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og tveir á Suðurlandi. Í sóttkví eru 16 búsettir á höfuðborgarsvæðinu, tveir á Suðurlandi og tveir á Austurlandi. Tveir eru óstaðsettiur í hús.
Flest smitin eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 12 talsins. Tvö smit eru í aldurshópnum 13-17 ára og 11 hjá 30-39 ára. Tveir í aldurshópnum 50-59 ára eru með Covid-19. Tveir á sjötugsaldri eru með Covid og þrír á áttræðisaldri.