Eldur logaði í laxapokum á Eskifirði

Eldurinn logaði í gámahúsum á hafnarsvæðinu.
Eldurinn logaði í gámahúsum á hafnarsvæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Engan sakaði þegar eldur kom upp á iðnaðarsvæði við höfnina á Eskifirði fyrr í kvöld. Slökkviliði Fjarðabyggðar barst tilkynning um eldsvoðann á níunda tímanum í kvöld. Eldurinn logaði í laxapoka við gámahús á athafnasvæði fyrirtækisins Egersund Island.

Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn og var aðgerðum slökkviliðsins lokið rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Lögreglan á Austurlandi rannsakar eldsupptök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert