Frumvarpið sent til umsagnar í dag

Bergþór Ólason.
Bergþór Ólason. mbl.is/​Hari

Frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skipulagsreglur fyrir flugvelli var sent til umsagnar til hagsmunaaðila á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag.

Þetta staðfestir Bergþór Ólafsson, formaður nefndarinnar, spurður hvar málið sé statt í kerfinu.

Vinnsla nefndarinnar vegna frumvarpsins fer af stað eftir nokkrar vikur og þá verða hagsmunaaðilar kallaðir á fund.

Formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag vera hissa á frum­varpinu, sem var lagt fram í síðustu viku, og taldi ótækt að þessi leið verði farin.  

Ef það nær fram að ganga fær ráðherra heim­ild til að setja skipu­lags­regl­ur fyr­ir flug­velli sem munu ganga fram­ar en svæðis-, aðal- og deili­skipu­lag sveit­ar­fé­laga. Verði frum­varpið að lög­um yrði Reykja­vík­ur­borg því í raun svipt skipu­lags­valdi á Reykja­vík­ur­flug­velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert