Helga Sigríður Þórsdóttir hefur verið skipuð rektor Menntaskólans við Sund. Hún hefur gegnt starfi konrektors MS frá árinu 2017 en áður starfaði hún sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri við leikskóla í Noregi. Auk þess að vera farsæll stjórnandi hefur Helga Sigríður reynslu af verkefnastjórn, stefnumótun og innleiðingu umbótaverkefna við skólann að því er segir á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Helga Sigríður hefur lokið BA-gráðu í uppeldisfræði, félagsfræði og sögu við Háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi, BA-gráðu í þýsku og félagsfræði frá Háskóli Íslands og MA-gráðu í stjórnunarfræðum menntastofnana frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands.
Embætti rektors var auglýst 31. október sl. og sóttu þrjár konur um starfið.