Innköllun útvíkkuð vegna salmonellu

Kjúklingabitarnir.
Kjúklingabitarnir. Ljósmynd/Aðsend

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa SFC Wholesale Ltd, í Bretlandi, og Aðföng ákveðið að útvíkka innköllun á SFC Take Home Boneless Bucket í 650 g pakkningu.

Ástæða innköllunarinnar er að salmonella greindist í vörunni, að því er kemur fram í tilkynningu. Varan fékkst í verslunum Hagkaups, en hefur verið innkölluð þaðan.

„Viðskiptavinum Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. SFC Wholesale Ltd og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar,“ segir í tilkynningunni.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: SFC Take Home Boneless Bucket

Nettómagn: 650g

Strikamerki: 5031532020629

Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C

Lotunúmer: Öll lotunúmer

Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar til og með 30-06-2022

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert