Margar umsóknir um embætti skrifstofustjóra

Hæstiréttur og Landsréttur.
Hæstiréttur og Landsréttur. Samsett mynd

Runninn er út umsóknarfrestur um embætti skrifstofutjóra við æðstu dómstóla þjóðarinnar, Hæstarétt og Landsrétt. Sautján umsóknir bárust um embættið við Hæstarétt og 23 umsóknir um embættið við Landsrétt.

Þótt starfsheitið sé skrifstofustjóri er í raun um að ræða embætti framkvæmdastjóra, því þeir stýra daglegum rekstri dómstólanna í umboði forseta þeirra.

Umsækjendur um skrifstofustjóra Hæstaréttar eru:

  • Agnes Guðjónsdóttir, yfirlögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
  • Birgir Hrafn Búason, yfirlögfræðingur hjá Eftadómstólunum,
  • Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu,
  • Dagrún Hálfdánardóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Félags forstöðumanna ríkisstofnana,
  • Elvar Örn Unnsteinsson lögmaður,
  • Erna Sigríður Sigurðardóttir, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu,
  • Eva Margrét Ævarsdóttir lögmaður,
  • Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara,
  • Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu,
  • Hilda Valdemarsdóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara,
  • Hildigunnur Guðmundsdóttir, í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala og vinnur jafnframt á lögmannsstofu,
  • Karl Óttar Pétursson, fyrrverandi bæjar- og hafnarstjóri,
  • Katrín Helga Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur,
  • Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður,
  • Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar,
  • Páll Eiríksson lögmaður,
  • Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í Landsrétti eru:

  • Agnes Guðjónsdóttir,
  • Ása Kristjánsdóttir,
  • Ásgeir Jónsson,
  • Birgir Hrafn Búason,
  • Dagrún Hálfdánardóttir,
  • Elvar Örn Unnsteinsson,
  • Eva Margrét Ævarsdóttir,
  • Gunnar Viðar,
  • Halldór E. Sigurbjörnsson,
  • Hákon Þorsteinsson,
  • Hervör Pálsdóttir,
  • Hilda Valdemarsdóttir,
  • Hildigunnur Guðmundsdóttir,
  • Hrafnhildur Ómarsdóttir,
  • Höskuldur Þór Þórhallsson,
  • Karl Óttar Pétursson,
  • Kristín Ólafsdóttir,
  • Margrét Gunnlaugsdóttir,
  • Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir,
  • Salvör S. Jónsdóttir,
  • Vilhjálmur Bergs,
  • Þórður Heimir Sveinsson
  • Þuríður Árnadóttir.

Uppfært klukkan 7:57 19. mars. Hervör Pálsdóttir hefur dregið umsókn sína til baka

Láta af störfum við réttina

Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, lætur af störfum fyrir aldurs sakir frá og með 1. ágúst 2021. Hann hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2004.

Björn L. Bergsson var skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. janúar 2021. Björn hafði starfað sem skrifstofustjóri Landsréttar frá stofnun hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert