Nýr stjórnmálaflokkur – Landsflokkurinn

Jóhann Sigmarsson gerði meðal annars kvikmyndina Óskabörn þjóðarinnar.
Jóhann Sigmarsson gerði meðal annars kvikmyndina Óskabörn þjóðarinnar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Nýr stjórnmálaflokkur, Landsflokkurinn, hefur verið stofnaður og á vef hans er að finna 40 helstu kosningamál flokksins. 

„Landsflokkurinn er stofnaður til að þjóna almenningi í landinu. Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni.

Okkar fyrsta frumvarp til Alþingis verður nýja stjórnarskráin með endurbættum stjórnarháttum sem varða mannréttindi og mannúð gagnvart íbúum landsins. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.

Lýðræði er fyrir alla. Hafðu áhrif á stefnu Landsflokksins frá stofnun. Grunnur að kosningastefnuskrá liggur fyrir sem er vinnuútgáfa fyrir flokkinn og hana má nálgast á hlekknum kosningastefnuskrá. Fyrsti fundur verður haldinn 20. mars 2021 frá 14 til 18 á Café Roma á 2. hæð í Kringlunni, rétt við Bónus og beint á móti Eymundsson. Í framhaldi verður flokkurinn formlega stofnaður með mættum félögum og fyrir alla þá aðra sem vilja koma að stofnun,“ segir á vef flokksins en drög að kosningastefnuskrá Landsflokksins eru rituð af Jóhanni Sigmarssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert