Samspil kviku og spennu í skorpunni

Atburðarásin hófst í nágrenni fjallsins í lok árs 2019. Í …
Atburðarásin hófst í nágrenni fjallsins í lok árs 2019. Í kjölfarið fylgdu kvikuinnskot við Þorbjörn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vöxtur skjálftavirkni á Reykjanesskaga það sem af er þessu ári og á því síðasta er gríðarlega mikill,“ sagði dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus. Hann telur að stökkið í skjálftavirkni megi rekja til þess að kvika er komin upp í jarðskorpuna.

„Það er ekki vanalegt að jarðskjálftavirkni taki svona rosalegt stökk yfir þetta langan tíma. Spenna hefur hlaðist þarna upp jafnt og þétt. Svo losnar eitthvað af henni þegar einhver partur af svæðinu fer yfir brotmörk og þá verður jarðskjálfti. Um leið og kominn er vökvi, í þessu tilfelli kvika, upp í jarðskorpuna þá verður hún öll veikari og það brotnar allt sem brotnað getur.“

Upphafið við Fagradalsfjall

Atburðarásin sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga hófst í desember 2019 með jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli. Upptökin voru út frá svæðinu sem nú fóðrar kvikuganginn. Fagradalsfjall hafði ekki verið í sviðsljósinu fram að því. Þessari jarðskjálftahrinu var því tekið sem einhverri tilviljun, að sögn Páls.

Í kjölfarið fylgdu kvikuinnskot við fjallið Þorbjörn á síðasta ári. Svo er að sjá sem þau hafi haft heilmikil áhrif á svæðið. „Síðan kom smá innskot 24. febrúar síðastliðinn sem hleypti stóra skjálftanum af stað og eftir það var fjandinn laus,“ sagði Páll.

Hann telur að jarðskjálftahrinuna undanfarið megi rekja til samspils spennu sem hefur safnast upp á flekaskilum Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, sem nuddast saman á Reykjanesskaga, og kvikuinnskotsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert